Reglur

1. Hjálmaskylda er í Tour de Ormurinn, allir keppendur skulu vera með hjálma á meðan keppt er.

2. Keppendum er óheimilt að þiggja utanaðkomandi aðstoð í keppni. Undantekningar eru drykkir, matur, fatnaður, slöngur, dekk og verkfæri.

3. Allir sem keppa í Tour de Ormurinn gera það á eigin ábyrgð. Bendum keppendum að skoða heimilistrygginguna sína, hjólreiðakeppni fellur yfirleitt ekki yndir hana nema keypt sé auka trygging.

4. Bannað er að stytta sér leið. Yfirgefi keppandi keppnisleiðina verður hann að koma inná hana á sama stað aftur.

5. Keppandi má ekki með hegðun sinni stofna öðrum keppendum eða vegfarendum í hættu. Keppendur skulu ávallt sýna af sér íþróttamannslega hegðun.

6. Bannað er að nýta sér skjól af utanaðkomandi farartækjum í keppni að viðurlagðri brottvísun úr keppni.

7. Reiðhjólið skal vera búið góðum bremsum framan og aftan og öll öryggisatriði í lagi. Stýrisendar verða að vera lokaðir.

8. Keppandi sem veldur truflun á keppni með því að hindra eða stofna í hættu öðrum keppanda (t.d. í endaspretti) skal dæmast úr leik.

9. Á síðustu 100 m í endaspretti skal keppandi undantekningalaust halda beinni línu og hafa a.m.k. aðra hönd á stýri. Við brot á þessari reglu skal dæma keppandann í síðasta sæti í þeim hópi sem hann var í. Hafi hegðunin ekki haft nein áhrif á úrslit sprettsins er dómara heimilt að láta áminningu nægja.

10. Hægfara keppendum er skylt að víkja fyrir þeim hraðari án tafar.

11. Keppandi mælist kominn í mark þegar fremsti punktur framdekks snertir lóðlínu yfir fremri brún marklínu.

12. Allir keppendur eiga að mæta á ráslínuna, á áður auglýstum tíma, með keppnisgögnin sín.

13. Unglingaflokkur (12 – 16 ára) er í 26 km leiðinni.  Sé einstaklingur að keppa í unglingaflokk þarf að vera skráður ábyrgðarmaður fyrir keppanda og þarf sá hinn sami að vera til staðar fyrir keppenda í brautini.

14. Þeir sem keppa í Unglingaflokk verða að klæðast vestum í brautinni sem keppnishaldarar afhenda þegar keppendur sækja keppnisgögnin sín. Engar undanþágur leyfðar.

15. Keppendur fá ekki keppnisgögnin sín afhent nema að þeir séu búnir að greiða keppnisgjaldið. Keppnisgjaldið fæst ekki endurgreitt eftir að lokað hefur verið fyrir skráningar.

Brot á ofangreindum ákvæðum geta varað brottvísun úr keppni.