Leiðalýsing

Ormurinn Langi er 68 km hringur.  Skoða á Strava
Þessi leið hentar racer hjólum.  Heildar hækkun er 1100m

Ræst er á Egilsstöðum, hjólað yfir í Fellabæ (1). Í Fellabæ er beygt inn á Upphéraðsveg (931) og hjólað upp Fellin og í Fljótsdal.  Farið yfir fyrstu brúna yfir Jökulsá í Fljótsdal og inn í Hallormsstaðaskóg.  Við bæinn Úlfsstaði er skipt yfir á Skriðdals og Breiðdalsveg (95) til Egilsstaða. Tvær drykkjastövar eru á leiðinni. Við Droplaugastaði og Hafursá.


Hörkutólahringurinn er 103 km.  Skoða á Strava
Þessi leið hentar vel cyclocross og gravel hjólum en mestu hörkutólin hafa þó farið hana á racer.  Heildar hækkun er 1235m.

Farin sama leið og í styttri hringnum, þar til kemur að brúnni yfir Jökulsá í Fljótsdal. Þá er haldið áfram inn Norðurdal (933 og 9340). Við Fljótsdalsstöð hefst frekar grófur 11 km malarkafli. Farið er yfir innstu brú yfir Jökulsá í Fljótsdal (934) og haldið svo áleiðis út Fljótsdal aftur. Við bæinn Glúmsstaði byrjar slitlag sem er tæplega 6 km langt en þegar farið er yfir brú yfir Kelduá byrjar aftur ca. 6 km malarkafli að bænum Hrafnkellsstöðum.  Þegar komið er aftur á veg 931 er hjólað í gegnum Hallormsstaðaskóg og þaðan til Egilsstaða.

Þrjár drykkjarstöðvar eru í 103 km. Við Droplaugastaði, við innstu brúnna í Fljótsdal og við Hafursá.


26 km leið

Boðið er uppá 26 km leið sem ætti að henta öllum.  Startað verður í Hallormsstað og hjólað til Egilsstaða.

 

Hér má sjá leiðina og hvert er hjólað.

tdo_stutti
tdo_langi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *