1. Ormurinn Langi er 68 km hringur
Ræst er á Egilsstöðum, hjólað um Fellabæ og hjólað upp Fellin og Fljótsdal, farið yfir nýju brúna yfir Jökulsá í Fljótsdal og inní Hallormsstaðaskóg, svo þaðan til Egilsstaða.
Þessa vegalengd verður hvoru tveggja hægt að taka í einstaklingskeppni og liðakeppni.
Í liðakeppni keppa þrír saman í liði og er hringnum skipt í þrjá leggi;
• 24 km.
• 22 km.
• 22 km.
Skipting á malbik og möl í þessum hring:
• 15 km malbik (Egilsstaðir - Ormarstaðaá).
• 4 km möl (Ormarstaðaá - Skeggjastaðir).
• 3 km malbik (Skeggjastaðir - Teigaból).
• 41 km malbik (Teigaból - Egilsstaðir).
• Alls 68 km.
Leiðin þysjuð inn með forritinu Strava. Einnig hægt að skoða myndir hér fyrir neðan.
2. Hörkutólahringurinn, 103 km
Farin sama leið og í styttri hringnum, þar til kemur að brúnni yfir Jökulsá í Fljótsdal. Þá er haldið áfram inn Norðurdal og farið yfir innstu brú yfir Jökulsá í Fljótsdal, (9 km kafli á grófum malarvegi) og haldið áleiðis út Fljótsdal og út í Hallormsstaðaskóg (um 8 km á malarvegi og svo bundið slitlag síðustu 5 km) og þaðan er bundið slitlag til Egilsstaða.
Leiðin þysjuð inn með forritinu Strava. Einnig hægt að skoða myndir hér fyrir neðan.
Eingöngu er boðið uppá einstaklingskeppni í þessari vegalengd.
Þrjár drykkjarstöðvar eru í 103 km hringnum en tvær í 68 km hringnum.