Forsíða

 

    Skráðu þig til leiks

Tour de Ormurinn er hjólreiðakeppni í Múlaþingi og Fljótsdalshreppi. Hann hóf göngu sína árið 2012 og hefur keppandafjöldi farið stigvaxandi síðan þá.

Hjólaleiðir eru tvær, annars vegar 68 km og hins vegar 103 km og boðið er uppá einstaklings- og liðakeppni.

Keppnin er opin öllum 12 ára og eldri. Hjólað er umhverfis Löginn í styttri hringnum en inn í botn Fljótsdals í þeim lengri.

Rás- og endamark er staðsett á Egilsstöðum. Mikil áhersla er lögð á öryggismál, unnið er í góðu samstarfi við lögregluna.

Fjöldi sjálfboðaliða kemur að framkvæmd keppninnar og hafa skipuleggendur keppninnar fengið mikið hrós frá þátttakendum fyrir öfluga og sýnilega brautarvörslu.

Metnaður er lagður í að umgjörð keppninnar beri austfiskri menningu, sögu og náttúru.