Leiðalýsing

Ormurinn Langi er 68 km hringur.  Skoða á Strava
Þessi leið hentar racer hjólum.  Heildar hækkun er 650m

Ræst er á Egilsstöðum, hjólað yfir í Fellabæ (1). Í Fellabæ er beygt inn á Upphéraðsveg (931) og hjólað upp Fellin og í Fljótsdal.  Farið yfir fyrstu brúna yfir Jökulsá í Fljótsdal og inn í Hallormsstaðaskóg.  Við bæinn Úlfsstaði er skipt yfir á Skriðdals og Breiðdalsveg (95) til Egilsstaða. Tvær drykkjastövar eru á leiðinni. Við Droplaugastaði og Hafursá.  Eitt ristahlið er á leiðinni eftir ca. 37 km eða strax eftir brúnna á Jökulsá í Fljósdal.  Tvær einbreyðar brýr eru í brautini og verður gæsla við þær sem stoppar umferð bíla.  fyrri brúin er yfir Klifá eftir um 39 km og síðari brúin er yfir Gilsá þegar um 10 km eru eftir.


Hörkutólahringurinn er 103 km.  Skoða á Strava
Þessi leið hentar vel cyclocross og gravel hjólum en mestu hörkutólin hafa þó farið hana á racer.  Heildar hækkun er 880m.

Farin sama leið og í styttri hringnum, þar til kemur að brúnni yfir Jökulsá í Fljótsdal. Þá er haldið áfram inn Norðurdal (933 og 9340). Við Fljótsdalsstöð hefst frekar grófur 11 km malarkafli. Farið er yfir innstu brú yfir Jökulsá í Fljótsdal (934) og haldið svo áleiðis út Fljótsdal aftur. Við bæinn Glúmsstaði byrjar slitlag sem er tæplega 6 km langt en þegar farið er yfir brú yfir Kelduá byrjar aftur ca. 6 km malarkafli að bænum Hrafnkellsstöðum.  Þegar komið er aftur á veg 931 er hjólað í gegnum Hallormsstaðaskóg og þaðan til Egilsstaða.

Þrjár drykkjarstöðvar eru í 103 km. Við Droplaugastaði, við innstu brúnna í Fljótsdal og við Hafursá.


26 km leið

Boðið er uppá 26 km leið sem ætti að henta öllum.  Startað verður í Hallormsstað og hjólað til Egilsstaða.

 

Hér má sjá leiðina og hvert er hjólað.

tdo_stutti
tdo_langi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *