Hliðarviðburðir og hreyfifjör!

Ýmsir hliðarviðburðir verða í tengslum við keppnina og allskonar hreyfifjör á Héraði.

Föstudagurinn 14. ágúst:

Litlu Lyngormarnir hjólafjör fyrir allan aldur.

Eins og allir vita þá hóf Lagarfljótsormurinn vegferð sína sem lítill og sætur lyngormur og seinnipart föstudags verður lítill og sætur hjólreiðaviðburður á Nesinu milli Egilsstaða og Fellabæjar. Hjólaþrautir og -gaman fyrir alla fjölskylduna ekki síst litla hjólalyngorma!

 

Sunnudagurinn 16. ágúst.

Skógarhlaup Íslandsbanka.

Skemmtilegt hlaup á Egilsstöðum, tvær vegalengdir í boði 4 km skemmtiskokk og 10 km hlaup.

Hjólað í Laugarfell.

Hjólferð í Laugarfell, hver á sínum hraða og með sínu nefi. Lagt af stað frá Egilsstöðum og hjólað uppí Laugarfell í Fljótsdal, 74 km hvora leið og góðar brekkur. Staðarhaldari mun taka vel á móti hjólreiðafólki og bjóða upp á hressingu og frítt í laugarnar góðu.

Skráning og nánari upplýsingar í ferðina á skrifstofu UÍA. Hér má sjá nánari upplýsingar um dýrðina sem bíður á Laugarfelli

 

 

Alla helgina verður Héraðshátíðin Ormsteiti í fullum gangi og margt í boði.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *