Óskum eftir sjálfboðaliðum

Eins og áður gegna sjálfboðaliðar lykilhlutverki í framkvæmd Tour de Ormsins og viljum við óska eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða okkur. Hægt er að senda línu á skraning@uia.is eða á Facebook síðu Tour de Ormsins til að bjóða sig fram sem sjálfboðaliði. Vantar helst í brautargæslu og á drykkjarstöðvar.

Annars er skráning enn í fullum gangi og um að gera að klára það sem fyrst, ekki eftir neinu að bíða.

Skráning fer fram hér https://netskraning.is/tourdeormurinn/

Hlökkum til að sjá ykkur hress í hjólastuði!